22.3.2007 | 21:40
Sæl og blessuð;)
Hæ elskurnar
Það var geðveikislega gaman í saumaklúbbnum í gær. Málin höfðu æxlast þannig að ég hafði boðist til að hafa saumaklúbbinn aftur, ekki vandamálið. Nema hvað á síðustu stundu datt okkur í hug að fara út að borða. Henntist í að hafa samband við hinar stelpurnar, og pannta borð. Fórum á Ítalíu og fengum æðislegt borð við gluggann, sem henntaði okkur mjög vel, að vera svona smá afsíðis þar sem við eigum það til að hlægja bæði hátt og mikið. Við Lilja fórum í samfloti, fengum smá kitl í puttana á leiðinni, og tókum myndir alveg hægri vinstri. Hún varð aðstoðarmaður minn á myndarvélinni þetta kvöldið. Hún ætlaði að sjá til þess að það yrðu líka teknar myndir af mér. Oft vill fólkið með myndarvélina nefninlega gleymast. En hún ætlaði að sjá til þess að svo yrði ekki. Hún stóð sig mjög vel.
Nú er komið að allsherjar tríti. Hausinn á mér er orðin eins og á lukkutrölli, augnbrúnirnar eins og á Bjarna Fel, og hvít eins og skyr, semsagt ekki frínileg. Hef haft svo mikið að gera uppá síðkastið, að ég hef ekki getað gefið mér tíma í neitt svona. Munaði minnstu ég hefði tvíbókað mig í vikunni. Ég er að þrjóskast við að fá mér dagbók, reyna frekar að muna það sem ég þarf að gera. Jæja, batnandi mönnum er best að lifa, fer í litun og plokkun á morgun, ætla skella mér í nokkra ljósatíma, fékk svo ekki tíma í klippingu fyrr en 29. Mars, en þó það......... Ég er nú kannski ekkert alveg skelfileg, þetta eru bara hlutir sem ég tek eftir, og eru þónokkuð ýktir.
Fór með börnin mín í bíó um kvöldmatarleitið, æðislegt að brjóta svona upp vikuna. Skemmtum okkur alveg ótrúlega vel. Fara í bíó og fá nammi í miðri viku, það er æði. Gerum yfirleitt e-h öðruvísi annanhvern fimmtudag.
Jæja ætla fara undirbúa morgundaginn, taka til fötin fyrir börnin,setja í æfingartöskuna og svona. Góða nótt elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2007 | 23:55
Elsku dúllurnar mínar;)
Hæ elskurnar
Helgin var alveg yndisleg, róleg og góð með börnunum mínum. Fórum í söngskólann, ballett, heimsóknir hingað og þangað, Sunnudagaskólann á sunnudeginum o.fl o.fl. Við Elís Viktor fórum í Bónus í gær á meðan Lísa María var í bekkjar afmæli. Hann labbaði um alla búð og söng hátt og skýrt, B I B L I A, er bókin bókana (Þetta lag er alltaf sungið í sunnudagaslólanum). Fólk gat ekki annað en brosað þegar það fylgdist með honum. Alltaf syngjandi
Jæja nú er komið að saumaklúbbshitting á morgun, mikið rosalega hlakka ég til. Veit að vísu ekkert hvað ég ætla að vera með, legst í kokkabækurnar mínar á morgun. Við komum allar með e-h, og úr því verður heljarinnar veisluborð. Mætum svo á æfingu á fimmtudeginum og getum ekki hreift á okkur rassgatið fyrir sykuráti, frá deginum áður.
Ekkert smá frábært, pósturinn minn,msn-ið, semsagt allt draslið komið í lag úúúfff, engin smá léttir. Við Siggi vinur minn, maðurinn hennar Friðriku vinkonu. Erum búin að vera í sambandi við Microsoft í tæpar 2 vikur, að reyna redda þessu. Þetta tókst á endanum, vaaaar bara að gerast. Þurfti að gera fyllilega grein fyrir hver ég væri, og hvað væri í póstinum mínum, sem gæti staðfest að ég væri ég, og margt fleira. Þolinmæðin þrautin vinnur alla.
Ég er orðin svo þreytt, get varla hugsað heila hugsun. Heyri betur í ykkur, góða nótt elskurnar
Bloggar | Breytt 21.3.2007 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 22:50
Fimmtudagur 15. Mars. 2007
Hæ elskurnar
Fór á kynningu í gær á nýjum Bláa Lóns snyrtivörum, sem voru að koma á markaðinn. Hlustaði á magnaðan fyrirlestur byggðan á rannsóknum á snyrtivörunum, sem nú innihalda kísil og þörunga sem tekin er úr Bláa Lóninu. Spáiði í því að taka bara e-h drullu úr Bláa Lóninu og úr því verður alveg snilldar snyrtivara. Það var mjög gott að hlusta á þennan fyrirlestur, bara svo maður gerir sé grein fyrir hversu mikla náttúruauðlind við eigum. Fyrir mér hefur þetta verið BARA Bláa Lónið. það eeer bara þarna og voða gott að fara í það. En nú kann ég mun betur að meta það. Í lokin fengu allir veglegar gjafir, sem innihéldu þessar snyrtivörur. Það er ekkert verið að tala um neinar prufutúpur, nei, nei, heldur 50 ml flöskur. Nú verð ég bara eins og barnarass í framan.
Nú er ég alltof formleg, á ég að segja brandara. Nei ég er að fíflast, það er ekki mín deild. Þeir taka aldrei enda hjá mér, kemur engin punktur...
Fór með Ellý vinkonu á konukvöld Létt Bylgjunnar í gær, fórum reyndar ekki í Vetrargarðinn. Það var nóg um að vera á göngugötunum, skoðuðum það og settumst svo á kaffihús. Hún er svoooo HAMINGJUSÖM, með glóðarsteikta Akureyringnum sínum, það eeeer svo gaman að sjá það. Ætlum að stefna á að ég bjóði þeim í Rauðvín og osta við næsta tækifæri....
Jæja ætla fara sofa svo ég vakni fersk á æfingu. Góða nótt elskurnar.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2007 | 21:33
ALLLÚÚÚ;)
Hæ elskurnar
Það er komin þriðjudagur og við Ragnheiður erum eeennþá að tala um síðustu helgi, það var ekkert smááá gaman hjá okkur.
Tók smá verslunarleiðangur um síðustu helgi, missti mig pínu pons. Keypti mér stutt pils, leggings, vesti og peysu. Ætla missa mig pínu meira á morgun. Það eeer svo gaman. Ég var samt ekkert sérstaklega með það í huga að versla mér föt síðustu helgi. Var að hjálpa skjólstæðing að versla á sig föt, og var alls ekkert að hugsa um föt á mig, þá sá ég náttúrlega alveg helling af fötum. Lét taka frá fyrir mig eitt vesti á meðan ég var með henni, fór svo aftur og náði í það þegar tímanum okkar var lokið. Hélt svo bara áfram að versla, og aðeins meira á morgun. Það er pils sem hefur ekki látið mig í friði síðan á föstudaginn, þannig ég ætla kaupa það á morgun. Annars á ég bara eftir að sjá eftir því, fyrst það situr svona í mér.
Á morgun verður haldið boð, þar sem ný lína í Bláa Lóns snyrtivörunum verður kynnt. Mér var boðið þangað og að sjálfsögðu ætla ég fara, frekar en ekki hvað?.
Það er konukvöld Létt Bylgjunnar á morgun í Smáralindinni, væri líka alveg til í að kíkja þangað. það er pabbadagur á morgun og af hverju ekki?. Svo lengi sem maður fær miða, það er svo erfitt að ná inn á þessar útvarpsstöðvar. Eeennnn Stelpur! Eruði búnar að kjósa kynþokkafyllsta karlmanninn?. Ég er búin að því, og þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Veit samt ekki alveg hvort ég fari á þetta konukvöld, er ekki búin að heyra í neinum sem er að fara. En ég tók allavegana þátt í kostningunni. Ef ykkur langar að fara, þé er ég til.
Jæja elskurnar ætla fara undirbúa morgundaginn, lesa og sofa, góða nótt elskurnar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 00:21
Þvílíka bloggið;););)
Hæ elskurnar mínar.
Rétt aðeins áður en ég byrja að blogga. Ef þið hafið verið að senda mér póst á hotmailið mitt og fáið ekki svar, eða verið að furða ykkur á, af hverju ég hef ekkert verið inná msn. Er það vegna þess, ég kemst ekki inn á það, þvílíkt veeeesen. Það er verið að reyna redda þessu fyrir mig, það getur samt verið að ég þurfi að búa til nýja addressu og missi allt mitt út sem er þar inni núna. Læt ykkur vita ef þið þurfið að adda nýrri addressu.
Jæja, vá maður þetta verður blogg í lagi, það er svo langt síðan ég hef bloggað. Síðasta föstudag fórum við Ragnheiður, mamma hennar og mágkona í opnunarteiti í tískuvöruverslun á Laugarveginum sem heitir Hype. Brjálæðislega flottar vörur, ég á eftir að leggja leið mína þangað, nokkuð oft í framtíðinni. Þetta var rosalega flott opnun, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson tóku nokkur lög og slógu á létta strengi, drykkir og léttar veitingar í boði. Það er nú alveg þónokkur húmor í Stefáni Hilmars, kemur á óvart. Hann hefur alltaf virkað á mig sem mjög alvörugefinn, það er greinilega öðru nær.
Á laugardeginum fór ég í afmæli til Anítu vinkonu, mjög gaman. Var að vísu frekar stutt, var komin heim um 2, enda var ég með börnin þessa helgi. Vöknuðum snemma á sunnudeginum, fórum í sunnudagaskólann og svo til mömmu og pabba sem voru að koma frá Flórída. Váá þvílíka gjafaflóðið, þetta voru bara eins og jólin. Mmmm, nammið og m&m-ið, ég breytist næstum í m&m mér finnst það svo gott. Þegar ég var einu sinni á spáni, missti ég næstum af rútunni sem keyrði okkur á flugvöllinn. Bara við það eitt, að ÞURFA NAUÐSYNLEGA kaupa m&m. Það var ekki selt á Íslandi á þessum tíma, sem er fín afsökun, þegar maður missir næstum af rútunni. Svo núna þegar m&m er selt hér heima, kaupi ég það aldrei. Enda ógeðsleg sykurdrulla
Við vorum í heimsókn hjá mömmu og pabba í vikunni. Þegar við erum hjá þeim, eiga börnin mín það til að fara í nærliggjandi garða, í götunni hjá þeim. Foreldrar mínir eru alltaf að minna þau á, það sé bannað. Börn eru forvitnir könnuðir og ef e-h nær að vekja athyggli þeirra, gleymast oft svona reglur. Það gerðist einmitt um daginn. Elís Viktor hljóp inn til afa síns. " Afi nú erum við búin að gera aaallt vitlaust" " Afi kom á móti honum með hnútinn í maganum, nú, hvað gerðuði? Var einhver að skamma ykkur?" " Nei, nei við gerðum bara allt sem við máttum ekki gera" Alveg snillingar þessi börn.
Mágur minn átti afmæli í vikunni, til haaamingju með það, Elli sprelli. Ég var að vísu sú eina sem gleymdi afmælinu. Það er nú ekki líkt mér að gleyma svoleiðs löguðu. Mér finnst afmæli, boð, og uppákomur alveg ótrúlega skemmtilegt. Koma fólki á óvart og svona, það er alveg ég. Hitti svo Rannveigu og Ella 2 dögum eftir afmælið og fékk alveg að heyra það. Ég er nú ekki alveg hægt, ætla að kíkja á þau um helgina, og koma færandi hendi að sjálfsögðu.
Fór í bíó í vikunni á geðveika mynd, ég hló mig máttlausa. Ég fór á myndina Music and lyrics með Hugh Grant og Drew Barrymore. Hún var alveg æði, mér finnst Hugh Grant náttúrlega alveg rosalega fyndinn. Hann getur alveg drepið mig úr hlátri, hvað hann er alltaf seinheppin, utan við sig og hugsar oft á tíðum upphátt, sem kemur honum oftar en ekki í þvíkík vandræði. Ég á stundum alveg erfitt, þegar ég sé myndir með honum, ég hlæ svo mikið. Karaktarnir sem hann leikur yfirleitt, eiga það til að minna mig pínulítið á sjálfan mig. T.d þegar maður talar án þess að hugsa.
Jói bróðir bauð mér í leikhús á fimmtudaginn að sjá Ladda. Rosalega gaman að sjá þessa sýningu, hún spannar allt það helsta sem hann hefur gert á leiklistarferlinum. Það rifjuðust upp nokkrar minningar að sjá þetta. þegar ég var lítil fannst mér voðalega gaman að horfa á Glám og Skrám í stundinni okkar. Ég var búin að steingleyma þeim þangað til ég sá þá núna.
Núna á föstudaginn hringdi Lilja vinkona í mig, hún er búin að vera úti á Ítalíu með manninum sínum á Bretti. "Hææ velkomin heim! Ég er ekki komin heim, ég er ennþá úti" Þá hringdi hún í mig frá Ítalíu, langaði bara svo að heyra í mér. Ekkert smá gaman að heyra í henni, hlakka geðveikt til að sjá myndir að utan. Þegar hún var að lýsa fyrir mér hvernig væri þarna, vá mig langaði að fara með næsu flugvél.
Við Ragnheiður vinkona fórum út að borða á Apótekið á laugardagskvöldið. Fékk mér Túnfisk, hann var geðveikislega góður, mæli eindregið með honum. Fórum svo á tjúttið, það var ótrúlega gaman hjá okkur. Það er alveg hægt að lifa á þessu kvöldi nokkuð lengi.
Jæja elskurnar, held að þetta sé komið gott. Ætla fara sofa svo ég vakni í ræktina á morgun, fer svo í nudd eftir það, vinna, ná í börnin í skólann og leikskólann, fimleikar, láta læra o.fl. Góða nótt elskurnar......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 19:54
TJÚÚÚTTIÐ:)
Hæ elskurnar.
Ætliði ekki á tjúttið? Það ætla ég að gera. Búin að skrifa heljarinnar blogg sem ég ætla að láta inn á morgun og bæta kannski aðeins við það. Góða skemmtun í kvöld eeeelskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 21:54
Miðvikudagur 7. Mars. 2007
Hæ elskurnar
Það er alveg að koma blogg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2007 | 00:10
Fimmtudagur 1. Mars. 2007
Hæ elskurnar
OOhh hvað er æðislegt að gera tekið svona rólegan morgunn eins og ég gerði í dag. Við Hildur tókum þrusu góða æfingu, tók meira að segja nokkrar auka æfingar eftir að hún var farin. Dúllaði mér í gufu, setti á mig kornamaska fyrir líkamann, settist upp í Laugarkaffi og fékk mér að borða og las blöðin. Þvílíkur Lúxus morgunn. Ég verð nú samt að viðurkenna, Baðstofugufurnar eru mun betri, en sú sem er í almenningsklefanum, þó hún sé fín. Aldrei að vita nema ég skelli mér í baðstofuna einhverja næstu fimmtudaga. Þá mætum við Hildur svo snemma á æfingu, og fimmtudagar eru rólegustu dagarnir í vinnunni, þannig ég hef góðan tíma. Taka góða æfingu og svo slökun.
Nú nálgast helgin óðfluga, vúúúhhúúú. Ætla skella mér í opnunarteiti á morgun frá 18-20, og afmælispartý með hárkolluþema á laugardaginn. Búin að ákveða mig með þetta hárkolludæmi. Ætla að vera með Sollu Stirðu hárkolluna, hún er svo bleik og fín og ekta ég. Hlakka ekkert smá til, það er líka svo mikil stenming fyrir þessu hjá öllum, það er svo gaman.
Foreldrar mínir og Jói bróðir koma heim frá Flórída á sunnudaginn, það er enginn smá spenningur sem fylgir því. Börnin telja niður dagana, þau fengu að velja hvað þau vildu fá frá útlöndum Lísa María bað ömmu sína og afa að gefa sér ekta prinsessu búning, sem þau eru búin að kaupa, sú verður glöð. Hún er svo mikil prinsessa í sér, alveg ótrúleg. Elís Viktor bað þau um að kaupa rafmagnsgítar með ól. Hann fær dóta að sjálfsögðu, þeir eru til mjög flottir, alvöru bíður betri tíma. Allur í tónlistinni, hann á kassagítar, en langar í rafmagnsgítar. Hann situr oft á rúminu sínu, spilar á gítarinn eftir bestu getu og syngur með. Allt úr takt að sjálfsögðu. Mér finnst bara svo gaman að sjá hversu mikinn áhuga hann hefur...........
Jæja ætla fara sofa, svo ég verði fersk á æfingu í fyrramálið, góða nótt elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 21:18
Miðvikudagur 28. Febrúar.2007
Hæ elskurnar
Vúúúhhúúú. Aníta vinkona hringdi í mig í gær til að minna mig á partýið næstu helgi. Ég var ekkert búin að gleyma því, þó gleymin sé. Hhhaa og vitið hvað???? Það er hárkolluþema, ekkert smá gaman að hafa svona smá öðruvísi partý. Nú er bara að finna sér hárkollu. Lísa María á tvær, Sollu Stirðu og Línu Langsokk. Ég prófaði að máta Sollu Stirðu hárkolluna, hún passar alveg á mig, ég er með svo lítinn haus. Ég var ekkert smá bleik og fín, bleikt er einmitt uppáhalds liturinn minn, ef þið hafið ekki tekið eftir því. En svo er það hinn póllinn, að redda sér einhverri GEÐVEIKRI hárkollu. Af því ég er með stutt hár, að fá einhverja með ótrúlega flott sítt hár, og hafa hana þess vegna í öðrum lit, brúnt, rautt, svart. Nei ekki svart, ég yrði eins og skrattinn. það er alveg mesta furða hvað svart klæðir mig illa. Ég verð eins og draugur í framan, ég er ekki að grínast... Ég og svart eigum enga samleið, verð að vera í litum nálægt andlitinu. Bla, bla jólakaka, nóg um þetta. Hárkolla!!! Nú þarf ég að redda mér hárkollu. Kannski verð ég bara með Sollu Stirðu, kemur í ljós.
Ég var búin að hlaða inn nokkrum myndum hérna í gær, en tók þær aftur út af góðri og gildri ástæðu. Tek bara enn fleiri myndir næstu helgi í hárkollu partýinu, og læt hingað inn.
Jæja nú ætlum við Hildur að taka æfingu klukkutíma fyrr en vanalega, alltaf svona snemma á fimmtudögum. Sem betur fer bara á fimmtudögum. En það munar ekkert smá á þessum eina klukkutíma, það er bara hægt að dúúúlla sér, sem maður getur ekki vanalega. Dúúúlllí, Dúllí, Rúllí, ég ætla sko að gera það á morgun. Núúú er ég farin að bullaaa, og þá er ágætt að hætta.
Góða nótt elskurnar........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 15:24
Þriðjudagur 27. Febrúar. 2007
Hæ elskurnar
Mér leið nú hálfpartinn eins og ég væri munaðarlaus í morgun, án Hildar og Hemma. Það er yfirleitt þjálfun á þriðjudögum. Vaktirnar hjá Hemma í löggunni, stangast stundum á við tímana hjá okkur Hildi, ekkert mál með það. Þá lyftum við Hildur bara saman, ég leiði okkur þá í gegnum prógramið. Sem mér finnst ótrúlega gaman. það vildi þannig til í morgun að Hildur komst ekki heldur, þannig ég var bara ein. Ég var samt mjög dugleg, fylgdi eftir prógarminu frá a-ö eins og vanalega, samviskusemin að drepa mig. Hitti að sjálfsögðu vinkonur mínar, erum allar svo duglegar. Pössum okkur samt á því að missa okkur ekki í blaður á meðan æfingin stendur yfir, alltí lagi á bretti, en ekki á æfingu. Spáiði í samviskusemi, við eigum nefninlega mjög auðvelt með að blaðra úr okkur allt vit, eins og flestar stelpur.
Ég vissi það, ég vissi það, ég vissi það. Haldiði að mamma og pabbi séu ekki farin að skoða fasteignir á Flórída. Fengu mann sem sér um húsin á því svæði sem þau eru á, til að sýna sér þau hús, sem eru til sölu. Tóku daginn í gær í þetta, búin að kaupa nokkur fasteignarblöð og eru viiiirkilega að skoða. Þau segja þetta sé æðislegt, sundlaug í görðunum, leiksvæði fyrir börnin, æfingarstöð, golfvöllur, semsagt allt til alls fyrir alla. Það er hliðargæsla allan sólahringinn, þar sem öryggisvörður tekur á móti þér. það er ekki hægt að komast í gegn, mena sýna vissan passa, að þú sért þessi manneskja í þessu húsi, spáiði í því. Gott að hafa öryggið á hreinu, þegar maður er með börnin sín og alltaf. Þetta er líka frábær staðsetning, klukkutíma akstur í Disney world, ekki langt að fara í nokkur, risastór moll og þvílíkur rennibrautagarður þarna rétt hjá. Þetta yrði geðveikt, geta farið um páska og hvenær sem er með fjölskylduna til Flórída í hita og flottheit. Mikill sparnaður fyrir okkur krakkana, ef mamma og pabbi kaupa þarna. Getað farið út með fjölskyldur okkar og þurfa bara borga fargjaldið, það munar ekkert smá miklu. Þá er líka kannski hægt að fara oftar. Sjáum hvað verður. Vonandi, vonandi vonandi......... Mamma er nú samt búin að kaupa í huganum, skrifa undir pappíra og allt.....
Eru ekki annars allir í stuði, ég er í bullandi stuði. Stefni á að láta myndirnar inn í kvöld, dúúúllurnar mínar.
Heyri í ykkur elskurnar.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)