Sunnudagur 25. Febrúar. 2007

Hæ elsku dúllurnar mínarWink

Þetta var ÆÐISLEG helgiGrinGrinGrin. Vá hvar á ég að birja. Á föstudeginum var ég að vinna frameftir, kíkti svo í heimsók til systur minnar. Þegar litla snúllan hún Ísabella sá mig í glugganum, missti hún sig alveg, YETTA og þakið fór næstum af húsinuGrin. Þegar við Rannveig tölum saman í síma, má Ísabella helst ekki vita af því, þá grenjar hún þangað til hún fær að tala við migWink. Uppáhalds frænkan, hvað annaðTounge? Enda algjör barnakerlingGrinWinkGrin.

Á laugardeginum fór ég í smá dekurWink, jáááá ég veit, algjört dekurdýrTounge. Fór svo í heimsókn til Hildar og eyddi þar öllum deginumGrin. Maðurinn hennar hafði skroppið aðeins út fyrir bæinn, og notuðum við þetta fína tækifæri, í ærlegt spjallWink. Það var meira segja farið inná, hvað við vorum gamlar þegar við afmeyjuðumstWink. Kvöldinu ætlaði ég svo að eyða með Rannveigu systur. Maðurinn hennar var að vinna og hún bara ein heima með börnin. Ég fór út síðustu helgi, og fer út næstu helgi, þannig ég ætlaði bara að þræða nokkrar vinkonur þessa helgi og vera bara rólegWink.

Um miðnætti á laugardeginum, fékk ég sms " Hæ ertu að djamma? Nei ég ligg hérna uppí sófa hjá Rannveigu systir og er að pústla með Ísabellu." Þetta var Elísabet æsku vinkona mín, þá var hún á djamminu og vantaði e-h til að dansa við, maðurinn hennar er ekki mikið fyrir að dansaWink. Auðvitað tékkaði hún á mér, vitandi ég elska að dansa, erum þannig báðar. það er ekki farið útaf dansgólfinu þegar við förum samanGrin. Þar sem ég var ekki á djamminu, bað hún mig að koma á djammið. Ég viðurkenni fúslega, ég var nú ekki alveg að nenna, klukkan að ganga eitt um nótt. Með smá tiltali, og Rannveig systir með Elísabetu í liði, setti hún tónlist í spilarann sem ég fíla alveg í botn, hún kann sko alveg á systur sínaWink. Ég komst í þennan þvílíka fíling og var komin niður í bæ, á dansgólfið á Hressó, fyrir klukkan 2.30 í nóttGrinToungeWink. Spáiði í því, ég ætlaði bara að vera róleg, taka svo vinkonudag með Friðriku á sunnudeginum, fara saman í Laugar um morguninn, borða saman hádegismat og kíkja saman í Egg. Þetta var sunnudagsplanið, þannig ég ætlaði að vera róleg á laugardagskvöldinuWink. En vá það var ekkert smáááá gaman, og sé ekki eftir að hafa fariðWink. þið fáið að sjá myndirTounge.

Þó að þetta hafi verið sunnudagsplanið, klikkaði það ekkertWink. Ég var komin heim um hálf sex, sunnudagsmorguninn, Friðrika hringdi um 9.30 til að hefja daginn á æfingu. Ég var komin á bretti 10.30Wink. Eftir æfingu fórum við á Nings, þar sem hún elskulega Friðrika mín bauð mér út að borðaGrin. Takk fyrir mig Friðrika mín, en og afturKissingKissingKissing. Nú svo fórum við á smá búðarráp, kíktum í Egg og svona. Það er ekki hægt að sleppa búðunum á vinkonudegiWink. O nei, o nei, o nei hverskonar vinkonudagur væri það nú eiginlegaToungeToungeTounge.

 Við Ellý ætluðum að taka smá slúður hitting, en hún var alveg löglega afsökuðWink. Sem var reyndar alveg ágætt. Ég veit ekki hvort ég hefði náð í lappirnar á henni, til að láta hana sitja á stólnumTounge. Hún svífur bara á um á bleikum hamingjuskýum, þessa daganaToungeGrinTounge. Alveg frábærtGrinGrin.

Í kvöld fórum við Friðrika bíó á æðislega mynd, sem heitir The Pursuit of Happyness. Frábær mynd, ég mæli með henni. Eftir að hafa horft á þessa mynd, þakkar maður fyrir hversu gott maður hefur það. Ótrúlegt hvað sumir hafa þurft að lifa við bág kjör, og lifa enn...... Ótrúlega góð mynd, kemur manni svolítið á jörðinaSmile. Ég er reyndar voða dugleg að staldra við, og þakka fyrir það sem ég á. Geri það á hverju einasta kvöldi áður en ég fer að sofa. Fer líka alltaf yfir daginn áður en ég fer að sofa, það er voða gottSmile. Fer yfir það sem ég er ánægð með, og hvað ég mætti gera beturSmile. Mér finnst þetta ómissandi sjálfsskoðun, uppá að geta þroskast og orðið betri manneskjaWink.  Svo ég haldi mig við efnið, allir að sjá þessa mynd, mjög góðWink.

Jæja ætla fara sofa, verð örugglega drulluþreytt á æfingu á morgun. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.

 


Fimmtudagur 22. Febrúar. 2007

WinkHæ elskurnarKissing

Ég hitti konu í ræktinni í gær sem gaf sig á tal við mig. Hún sagðist hafa verið að fylgjast með mér hlaupa og tala við vinkonu mína. Hún hafi tekið svo vel eftir mér, af því það var svo áberandi yfirveguð, það hafi verið svo mikill friður með mérSmile. Það fyrsta sem hún spurði mig var, hvort ég stundaði mikið yoga og hugleiðslu. Ég kom alveg af fjöllum HAAAAWoundering. Hafði aldrei séð þessa konu áður enda var hún frá Norður Noregi. Ég hef aldrei stundað yoga, hef farið 3 sinnum og finnst það alveg æði. Vildi að ég hefði meiri tíma til að stunda það að e-h ráði, hef ekki farið frá því fyrir jól. Hins vegar hef ég verið að lesa mig til, og huga svolítið að innra sjálfinuWink. Það skilar greinilega árangriWink. Alveg nauðsynlegt að leggja rækt við sjálfan sig að innan sem utanGrin. Hún sagðist vera að vinna í því að komast á þennan stað í jafnvæginu og rónni, sem ég er á. Spáiði í þvíWink. Ég sem er alltaf með 7 ragettur í rassinum, útum allt, uppum allt, allstaðar og alltafTounge. Eins og ég segi hef ég aðeins verið að reyna temja mig, ég verð alltaf virk, það fer aldrei af mér. En að vera í núinu en ekki 770 skrefum á undan sjálfri mér, það munar mikluWink.

Ég var svo ánægð með þetta, það munaði minnstu, ég hefði hringt í Matta nuddarann minn. Heyrðu ég held ég hafi losnað við e-h að þessum 7 ragettum í rassinum á mér, án þess að vita af þvíTounge. Ég gerði það nú ekki, en hann fær að frétta af þessu næst þegar ég fer til hansWink. Tímarnir hjá honum fara svolítið inn á sálfræðina og jafnvel líka heimspeki. Hann lætur mann velta hlutunum fyrir sér, sem mér finnst ótrúlega gamanSmile. Hann spurði mig um daginn. Silla hvað heldurðu að myndi gerast ef þessar 7 ragettur í rassinum á þér væru ekki( svo tók hann dæmi, til að auðvelda hugsunina í aðstæðum). Löng þögn.......... hhhmmmmWoundering. Svo svaraði ég þessarri spurningu ásamt mörgum öðrum. Alveg mesta furða hvað maður getur þurft að velta fyrir sér einföldustu spurningumSmile.

Pabbahelgi framundan, jáááttttsssssWinkToungeWink

Jæja elskurnar ætla fara sofa svo ég verði fersk á æfinguWink. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing


Sunnudagur 18. Febrúar. 2007

Hæ elsku dúllurnar mínarWink

Til hamingju með daginn stelpur, konudagurinn í dagToungeWinkWink. Fenguði ekki risastóran Rósarvönd, bakkelsi og ylmandi kaffi í rúmiðTounge? Nei!!!! Nú??? Ekki ég heldurWink.

Ég fót til Ragnheiðar og Tryggva í gær, ekkert smá næsSmile. Vorum nokkur saman, fengum okkur rauðvín og osta, spjölluðu um heima og geima og horfðum á eurovision, ótrúlega gaman hjá okkurWink. Takk innilega fyrir migSmile........

Ég verð nú alveg að viðurkenna að úrslitin í Eurovision komu mér verulega á óvartWoundering. Mér fannst þetta ekki grýpandi Eurovisionlag, venst örugglega eftir því sem maður heyrir það oftar. En ég myndi halda að lagið þyrfti að vera grýpandi, þetta er svo stuttur tími sem flytjandinn fær. Mér fannst lögin sem Jónsi og Friðrik Ómar sungu, mikið betri, meira grýpandi og frekar eiga heima í eurovisionSmile. En það er bara mín skoðunWink...... Það verður spennandi að sjá hvernig fer í maíWink.

Við fórum að kveðja mömmu og pabba í dag, þau eru að fara í golfferð til Flórída í fyrramáliðTounge. Væri ég til í það eða hvaðWink. Kannski ekki golfferð, ég er löngu búin að komast að því, ég hef ekki ennþá öðlast þann þroska sem þarf til að stunda golfWink. Ég er ennþá alltof mikið fiðrildiTounge. En ég væri alveg til í að fara til Flórída og kíkja í Disneyland með börnin og dúlla mér e-h, ekki spurningWinkToungeWink.

Mér finnst allir vera að fara út núna í febrúar, mars og apríl, alveg 7 fyrir utan foreldra mína, með þeim eru það 8Grin. Ætli ég verði ekki bara ein eftir á ÍslandiWink. Nei mér finnst alveg frábært þegar fólk getur gefið sér tíma og hefur fjárhagslegt svigrúm til að leifa sér svona. Þá á maður bara að skella sér og hafa gaman afWink. Ég er alveg að smitast af þessari útlandabakteríu, langar að skella mér í smá helgarferðTounge. Ég fer samt út í sumar með börnin, hugsa ég láti það nægjaSmile. Það er mitt mótefni við þessarri bakteríuTounge........

Jæja elskurnar ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Ég var svo mygluð á föstudaginn, ég held ég hafi verið ennþá með koddafarið á kynninni eftir nóttina, og stýrurnar í augunum þegar ég mætti á brettið föstudagsmorguninnWink. Ætla ekki að láta það gerast afturTounge......... Þannig ég býð ykkur góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.


Fimmtudagur 15. Febrúar. 2007

Hæ elskurnarWink

Til hamingju með daginn í gær, elllllsku dúllurnar mínarKissing. Ég fékk 13 bleikar rósir ligga, ligga, láááiii, ÉG ELSKA RÓSIRGrinGrinGrin. Eruði alveg að fara úr límingunum,  að fá að vita frá hverjum þær voruTounge. Ooohhh það er nú alveg greinilegt að ég er ekki eina forvitna manneskjan á ÍslandiToungeToungeTounge.................. Þær voru frá henni Hildi vinkonu minni, hún var svo sæt að koma með þessar yndislegu rósir, þegar hún mætti til mín í saumaklúbb í gærGrin. Ég er búin að horfa á þær svona 770 sinnum í dag, ég elska RósirTounge.

Mikið rosalega var gaman hjá okkur í saumaklúbbnum í gær, borðuðum kræsingar eins og við gátum í okkur látið og blöðruðum eins og það væri engin morgundagurTounge. Við Hildur vorum e-h að tala um saumaklúbbinn í þjálfun á þriðjudaginn. Hemmi heyrði að sjálfsögðu til okkar og spyr hverjar séu með okkur í saumó, ég sagði honum það, þá kom bara löng þögn hjá honum......... Sagði svo,he, he vá maður, saumaklúbbur dauðansToungeToungeTounge...... Hann hefur verið með 5 af okkur í þjálfun, veit alveg hvað við getum haft hátt, blaðrað mikið og útí hvað umræðuefnið getur farið, svo ég segi nú ekki meirTounge........

Þetta var nú meiri hoppi skoppi þjálfunin í morgunn. Við hoppuðum uppá allt og yfir allt sem fyrir finnst á stöðinni, held ég bara, í heilan klukkutímaTounge. Hemmi var semsagt alveg í essinu sínu, þá erum við píndar í botnWink. Mér finnst frábært að blanda saman brennslu, þol og lyftingaræfingu og ekkert smá gamanTounge. Sykurát gærkvöldsins í saumaklúbbnum hafði að vísu alveg sitt að segja á æfingunni í morgunn. Þvílíkt sem svona sykurát kemur niður á manni, okkur leið eins og við værum tonn á þyngd. Enda var dagurinn í dag tekinn með trompiWink. Byrjað á geggaðari æfingu og mataræðið uppá 770%Wink............

Jæja þá er það Eurovisioooonnn je, je, je, je, jeTounge, Ætla að kíkja í partý og að sjálfsögðu að taka virkan þátt  í símakostningu, frekar en ekki hvaðWinkWinkWink.... Hlakka ekkert smá tilTounge......

Jæja elskurnar ætla fara að sofa, góða nótt dúllurnar mínarKissingKissingKissing.....


Mánudagur 12. Febrúar. 2007

Hæ ElskurnarKissing

Helgin var frábær, róleg en frábærSmile. Eins og til stóð þræddi ég búðirnar fyrir sjálfan mig og heimilið. Það var reyndar ekki allt til fyrir heimilið sem ég ætlaði að kaupa, en er væntanlegt, alltaf e-h svonaWoundering. Keypti samt þónokkuðWink.  Trítaði mig smá, það er svo nauðsynlegtWink. Keypti mér geisladiska, fór í heimsóknir hingað og þangað. Við Aníta vinkona fórum út að borða um helgina og á kaffihús í eftirréttTounge. Lúxusinn var tekinn með trompi þessa helgiWinkWinkWink. Við vorum í Smáralindinni, það var ekkert smá mikið af fólki og örugglega flest allir sem ég þekki, því ég hitti nánast alla. Ekkert smá gamanGrin.

Á miðvikudaginn verður mikið fjör og mikið gamanTounge. Við stelpurnar ætlum að þrykkja saumaklúbbnum á staðWink. Ætluðum reyndar að gera það í Janúar, en ekkert varð að því, mikið að gera hjá öllum. Ég ákvað að ríða á vaðið, við ætlum að hittast heima hjá mér og blaðra úr okkur allt vitGrin. Þegar við fórum á jólahlaðborðið í Perlunni, var ekkert smá gaman hjá okkur, við vorum síðustu gestirnir sem eftir voru og hefðum alveg getað verið lengur, ekki vandamáliðGrinGrinGrin.

Eurovision næstu helgi, ekki sénsinn Bensinn að ég missi af þvíWink. Hef reyndar bara heyrt 3 eða 4 lög, en ekki séns að ég missi af hvaða lag verður valið fyrir Íslands höndSmile. Að sjálfsögðu mun ég taka virkan þátt í símakosningu, ef það verður í boðiWink. Það er svo gaman að fylgjast með þessu, svo mikil stenming að taka þátt og svonaTounge. Tala nú ekki um ef maður er staddur í partýToungeToungeTounge. Já það er meira en líklegt að ég skelli mér í eitt slíkt, það er allavega búið að bjóða mérWinkToungeWinkGrin............

Jæja elskurnar, þjálfun to morrow mr. ZorroTounge........ Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing 


Fimmtudagur 8. Janúar. 2007

Hæ elskurnarWink

Aaaahh ég komst í nudd í gær, mikið rosalega var það gottSmile. En vá ég er með fullt af bólgum og hnútum sem ég vissi ekkert af, nuddarinn sagði bara uss, vá, holy moly yfir þessu öllu samanTounge. Ég nei, nei, ég er ekkert með vöðvabólguTounge. Það var nú öðru nær, og ekkert smá gargandi sártW00tW00tW00t. Nú er það bara nuddmeðferðTounge. Á nuddmáli ætlar hann að skafa mig, veit ekkert hvað það er eða þýðir, spyr að því seinnaWink.

Ég get svo svarið það, ég held að íbúðin mín rækti rikWoundering. Þegar sólin skín svona, sem er alveg æðislegt, sér maður rikið hjá sér og kámiðW00t. OOjjjbara, nú ligg ég á 4 að þrýfa borðlappir, stólfætur, stend á tám og borðum að þrýfa glugga, upp á skápum og út um allt. Það er svo gott að nota sólina til að sjá drulluna inni hjá sérWink. Svo líður manni svo vel þegar allt er orðið hreint og fíntGrin.

Nú er pabbahelgi framundan. Ætla nota tímann og þræða búðirnar, bæði fyrir sjálfan mig og heimiliðWink. Ég er búin að kaupa svo mikið upp á síðkastið fyrir börnin, nú er komið að mérWink. Ætla líka að kíkja á nokkrar vinkonur, aldrei að vita nema maður kíki á smá tjúttWink. Annars er nóg að gerast í félagslífinu hjá mér framundan, ekkert smá gamanTounge...... Ég leifi ykkur að fylgjast með þvíWink.

Væri líka alveg til í að skella mér á skíði, þessa helgina, ef það verður opið í bláfjöllumTounge. Þið vitið þá bara af því, ef ég blogga ekki um helgina, eða strax eftir hana. Hef ég skraaapað af mér rassinn í brekkunum, og get ekki setið á honum og bloggaðWink........ Nei, nei maður er enga stund að rifja þetta uppGrin...... Heeeeld égWoundering........

Eruði samt ekki hress? Ég held að það sé nú mál til komið að skella inn nokkrum myndumTounge. Held að nýjustu myndirnar séu frá því í lok desemberNinja. ABBABABBBBB og það er komin febrúarWoundering. Kippum því í liðinnWinkWinkWink

Jæja elskurnar, ætla láta þetta gott heita. Góða nóttKissingKissingKissing.......


Þriðjudagur 6. Febrúar. 2007

Hæ elskurnarWink

Ég var í barnabíó á sunnudaginn. Allt í einu heyri ég Siiillllaaa, það er tekið í axlirnar á mér og áður en ég veit af, er ég í heljarinnar faðmlagiGrin. Þá var þetta Aníta vinkona, ég náði ekki einu sinni að greina á henni andlitið áður en hún knúsaði migGrin. Vá það var ekkert smá langt síðan ég hafði séð hana, og æðislegt að hitta hana svona óvænt. Náðum að spjalla smá, áður en myndin byrjaði. Hún var að bjóða mér í partý í byrjum MarsWink. Takk fyrir það, auðvitað mæti ég, ekki spurningWink. Svo hringdi hún í mig í gær til að staðfesta boðið, dagsetningu og svonaWink.

Við Hildur fórum á í þjálfun í morgun, alveg frábærtWink. Tókum mjög vel á því, við erum búin að breyta æfingunum alveg helling. Erum ekki lengur að taka svona miklar þyngdir eins og við vorum að gera. Sem er pínu skrítið að venjast, að taka mikið léttara heldur en maður getur gert, en fleiri reps fyrir vikiðWink.  Það er fínt að breyta svona til og sé strax góðan árangurWink. Svo þessar blessuðu fantasíu magaæfingar hans Hemma á bolta, þær gera alveg sitt gagn, fyrir því ver og miðurWoundering. Og af því þær gera svona mikið gagn, þá gerir maður þær aftur og aftur. NÆSTUM því þeigjandi og hljóðalaustWink. Það heyrist alltaf í okkur ooohhhh ekki fantasíu magaæfinginTounge..... En svo byrjum viðWink. Æ þetta er svo gaman og gefur alveg ótrúlega mikið, þegar maður sér árangurGrin.

Hvað haldiði, ég komst ekki í nudd í gærWoundering. Þurfti að afpannta enn og aftur, önnur tilraun á morgunWink.

Jæja dúllur ætla fara undirbúa morgundaginnWink. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing........


Sunnudagur 4. Febrúar. 2007

Hæ elskurnarWink

Jibbí það er kominn snjór, mér finnst það æðislegtTounge. þá er allt svo hvítt og bjart og hægt að leika sér á snjóþotu með börnunum, þau elska þaðWink. Ég ætla líka við fyrsta tækifæri að skella mér á skíði með börnin, höfum ekki gert það áður, en veit að þeim þætti það gamanGrin. Ég ætla sjálf að skella mér með nokkrum vinkonum og rifja þetta aðeins upp, áður en ég fer með börnunumTounge.

Við systur borðuðum saman í gær með börnin okkarSmile. Maðurinn hennar var að vinna, þannig við vorum heima hjá mér og elduðum okkur kjúklingabringu, æðislegt salat, kartöfflur og gráðostasósuTounge. Mmmm þetta var æðislegt. Það var smá afgangur, þannig ég sendi hana heim með það fyrir manninn sinnSmile. Örugglega vel svangur eftir vinnu, greygið......

Áður en systir mín en kom til mín í gær, kíktum við Elís Viktor í blómaval og fengum okkur bleika TúlípanaWink. Já já ég er alveg meðvituð um, hvað ég er bleik, það er uppáhalds liturinn minn, sorryTounge. En það sem ég vildi sagt hafaWink. Elís Viktor sá kaktus og sagði "mamma, sjáðu, þetta er svona stingublóm, maður verður að passa sig á því. Horfði á mig og stakk puttanum óvart á bólakaf í kaktusinnGrin. Enda heyrðist líka hátt og skýrt AAÁÁÁÁIIII, ég gat ekki annað en hlegið, ég er svo mikil púka mammaToungeToungeTounge.

Eftir að Rannveig og börnin fóru, lékum við Lísa María okkur saman í tölvunni. Ótrúlega gaman, enda var klukkan orðin 1.30, áður en við vissum af, og Elís Viktor löngu sofnaður á gólfinu fyrir framan sjónvarpið að horfa á ShrekWink.

Það er gaman að segja frá því, það er alltaf talað um í fjölskyldunni minn, hvað það er mikil læti ( orkulega séð) í mér og aldrei lognmolla í kringum migTounge. Fólkið sem býr fyrir ofan systur mína var að negla hjá sér einn morguninn í vikinni. Þá heyrist í litlu Ísabellu 21. mánaða " mamma Yetta koma" Nei Silla frænka er ekki að koma núna, fólkið uppi er að gera fínt hjá sérTounge. Mér fannst þetta ótrúlega fyndið. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, ef barnið er farið að líka látunum í mér við hamarshöggTounge. Nei hún hefur haldið , ég væri að bankaWink. Ég leifi mér að halda þaðWink......

Á morgun verð ég að halda vel á spöðunum. Ég byrja á því að fara í ræktina, bruna svo upp í Hafnarfjörð í nudd, á að vera mætt þangað kl. 11 fer svo í vinnuna, næ í börnin, Elís Viktor í fimleika o. fl. Það er svoleiðis löngu komin tími á að ég fari í nudd. Í 2 ár hef ég reglulega panntað tíma hjá þessum nuddara, en alltaf afpanntað hann afturWoundering. Það hefur alltaf komið e-h uppá sem ég hef ekki getað breytt...... Nú ætla ég..... Ég hlakka rosalega til að fara til hans, hljómaði mjög vel þegar hann sagði mér frá vinnubrögðum sínumGrin. Nú verð ég ekki viðræðuhæf á morgun, ég verð svo afslöppuð eftir nuddiðWink. Ég fór einu sinni í slökun, þetta var á þeim tíma þegar ég var með barnsföður mínum, þegar ég kom heim, var ég greinilega e-h öðruvísi. " Af hverju segir þú ekki neitt? Ertu í fílu? Kom e-h fyrir? Af hverju ertu svona róleg? Ég var í slökun, vá, það er bara skrítið að sjá þig svona rólega" Vitiði, ég skil þetta ekki alvegWoundering. Mér finnst ég rosalega róleg og yfirveguð, en veit hinsvegar að ég hef rosalega mikla orku. Svo þegar það er sagt svona við mann, kemst ég ekki hjá því að hugsa, vá hvernig ætli ég virki á fólk..... Iss piss , mér er alveg sama, ég er bara égWink...........

Jæja elskurnar, ætlaði bara að sýna ykkur að ég er ennþá með lífsmörkumWink.......... Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing...... HEI, HEI, HEI TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN RAKEL MÍN, OG STJÁNI Á MORGUNN ÞÚSUND KOSSAR OG REMBINGSKNÚSKissingKissingKissing....

 


Þriðjudagur 30. Janúar. 2007

Hæ elskurnarWink

Ég er svo mikil dellukerling, nú er ég alveg að spila út í dellunniTounge. Mig langar svo á snjósleða, ég er að deyja, pannta ferð og fara góður hópur samanWink. Það væri geggjað stuðTounge. Nú ligg ég líka í öllum blöðum að skoða mótorhjól, var búin að ákveða að fá mér hjól núna í vorWink. Svo geysist ég á mótorfák, og hræææðist ekki neitt( bara að fíflast, þetta er lag)ToungeToungeTounge. Ætla samt að reyna standa við það þetta vorið, að fá mér hjól. Ég svaf ekki á næturnar síðasta sumar, mig langaði svo í hjól........ En hvað segiði um að skella okkur á snjósleða fljótlega. Fara góður hópur saman, við gætum þess vegna farið á skíði, ef þið þorið ekki á snjósleðaWink. Allir með kakó og nesti, ótrúlega gaman ekki sattWink. Það væri samt geðveikt stuð að fara á snjósleða vvuuunnn, vvvuuunnn, vvuunnToungeToungeTounge.

Nú er mér farið að vanta sumarbæklingana fyrir utanlandsferðina í sumar, takk fyrirWink. Já við börnin ætlum að skella okkur út í sumarTounge. Stendur til að fara stórfjölskyldan saman, höfum aldrei gert það áður. Mamma, pabbi, systkyni, maki/ makar (aldrei að vita hvað verður) og börnin okkar að sjálfsögðuSmile. Hver ætli standi fyrir þessu? Ég? Hvernig datt ykkur það í hug?ToungeToungeTounge. Ooohhh hvað ég ætla njóta þess að liggja fáklædd á ströndinni og sóla mig, og fá ekki einu sinni hrollur, á meðan börnin eru að drullumalla við hliðina á mérGrin. Maður er alltaf svo kappklæddur á þessu landi, með trefil næstum allan ársins hringWoundering. Uuusss nú verður það bikiní í sumar, ekkert annað sem heitirWink. Magavöðvar og stinnur rass, nú keppist ég við það, eins og grýla sé með vöndinn sinn á eftir mérTounge.

Jæja elskurnar ætla hætta þessu bulli og fara gera e-h að vitiWink. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing....


Mánudagur 29. Janúar.2007

Alúúúú elskurnarTounge

OOjjjbara hvað ég var andvaka í nótt, held ég hafi ekki sofnað fyrr en undir morgunWoundering. Svo þegar klukkan hringdi í morgun, ákvað ég bara að sofa pínu lengur og gerði þaðTounge. Mætti svo fersk á æfingu og hljóp lengur en ég hef gert í langan tíma, osssaaa gottGrin.

Þessar vikurnar sæki ég Elís Viktor kl:13, 1 sinni í viku út af manneklu. Þetta er ekkert smá pústlWoundering. Sem betur fer get ég stundum komið því þannig fyrir, að ég taki börnin með mér í vinnuna. Þannig var það í dag. Ég tók Elís Viktor með mér í vinnuna. Var einmitt með skjólstæðing sem börnunum finnst mjög skemmtilegur. Hann hefur sinn stíl, er með bleikt, blátt og fjólublátt hárGrin. Lísu Maríu finnst það æðislegt og verður alveg dolfallinn í hvert skifti sem hún sér hannGrin. Elís Viktor finnst það ekki eins flott, en finnst æðislegt að hann sé með sítt hárGrin.

Jæja kom vinnudeginum þannig fyrir að hann var bara stuttur í dag, enda með Elís Viktor með mér. Þegar heim var komið hófst Elís Viktor handa við bakstur, ekkert smá duglegurGrin. Börnin voru búin að biðja mig í heila viku, að baka Bananabaruð. Við létum verða að því í dagGrin. Ég þuldi uppskriftina upp fyrir Elís Viktor, hann sá um allt annaðWink. Honum finnst svo gaman að baka og búa til matinn, hann elskar þaðSmile. Þegar Lísa María var búin í skólanum kom hún heim í volgt BananabrauðSmile. Vá fagnaðarlætin, þegar hún fann bökunarliktina af brauðinu. það var eins og hún hafi verið að fá geðveika jólagjöfWink.

Ég gleymi alveg að segja ykkur frá helginniTounge. Ég fór í partý til Ragnheiðar á föstudagskvöldinu, ótrúlega gamanGrin. Þegar ég var að ganga inn, mætti ég vinkonu hennar á bílaplaninu. "Ertu að fara í afmæli til Ragnheiðar? AFMÆLI, Á HÚN AFMÆLIShocking" það var sko ekki verið að segja mér það, bara ég væri boðin í partý. Þegar ég hitti svo Ragnheiði og Tryggva fékk ég að vita, þetta væri ekki afmælispartý úúúfff púfffGrin. Hvað er meira halló en að mæta í afmæli, ekki með gjöfWoundering. Ég fylgdist líka alveg sérstaklega vel með þeim sem komu á eftir mér, það kom engin með gjöf sem betur ferWink.... Á laugardagskvöldinu var ferðinni heitið á Nasa. Ný Dönsk var með ball þar, en beilaði svo á því að lokum. Var í heimsókn í heimahúsi langt fram á nótt, mjög fíntWink... Þetta var bara alveg stórfín helgiTounge. Takk fyrir migWinkWinkWink.... Ég tók myndir um helgina sem ég mun láta inn við fyrsta tækifæriWink.

Jæja held ég hafi þetta ekki lengra að sinni. Ætla fara dúlla mér e-h, lesa og svo að  sofa. Vakna svo fersk og fín á æfingu í fyrramáliðGrin. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband