Yndisleg helgi að baki

Hæ elskurnarKissing

Við börnin áttum rólega og góða helgi, vorum með kósýkvöld bæði föstudag og laugardag, það var líka þónokkuð um gestagang sem okkur finnst ekki leiðinlegtWink.....

Sandra og Ívar, ung hjón sem búa fyrir neðan mig eru að flísaleggja baðið hjá sér í þessum töluðu orðum. Við erum alltaf að endurnýja, breyta eða bæta heimilin okkar og hlaupum svo á milli til að sjá hjá hvor öðruSmile. Ég var eitthvað að kíkja á hjá þeim á föstudaginn, hvað þau eru búin að gera fínt.  Skruppum svo aðeins upp til mín og bárum saman baðherbergin, við Sandra erum svo frjóar erum alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir sem við segjum hvor annarriWink. Jæja þau voru semsagt komin upp til mín á föstudaginn, tekur Ívar eftir hurðinni á ruslaskápnum sem var orðin ansi slöpp. Laga hana nánast í hverri vikuShocking. Nema hvað, hann bauðst til að laga hana í eitt skipti fyrir öllTounge. Svo heyrist inn úr skápnum eftir stutta stund, setning sem ég heyri ansi oft og er að aukast " Silla þú þarft að fá þér karlmann inn á heimiliðLoL". Það líður orðið ekki sú vika að þessi setning sé ekki sögð við mig, enda komin 3 ár síðan ég skildiWink.

Þetta var ekki allt, því svo rak hann augun í baðherbergisljósið sem hékk niður, " Silla á ég að festa upp fyrir þig ljósið" Frábært þegar fólk býður fram hjálp sína, ég geri það líka alveg hægri vinstri, alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum. En á alveg ofboðslega erfitt með að biðja fólk um að hjálpa mér, og geri það bara helst ekki, ef satt skal segjaWink...... Semsagt skáphurðin í lag á föstudeginum og ljósið í lag á laugardeginum, haldið að það sé lúxusWink. Í þakklætisskyni bauð ég þeim í rauðvín, það var nú ekki annað hægt eftir alla hjálpsemina. Sátum svo og spjölluðum um heima og geyma, mjög hentugt að eiga heima svona stutt frá, hlaupum yfirleitt bara á tásunum upp og niður, mjög heimilislegtWink......

Við börnin fórum svo í barnaafmæli í dag, sem var virkilega fíntWink. Ótrúlega góðar kökur og heitir réttir. Fórum semsagt í gamla húsið okkar, Vallarhús sem ég bjó í 7 ár, höldum alltaf sambandi ég og Erla uppi eins og ég kalla hanaWink. Ég og Halli maðurinn hennar kepptumst um það í nokkur ár, hvor okkar væri fyrri til að slá garðinn. Ég náttúrlega elska alla garðvinnu og átti garð sjálf. Ég bjó á neðri hæðinni og þau á efri, sló svo í leiðinni sameiginlega garðinn sem lá meðfram húsinu, sem er smá renningur og ef hann var fyrri til sló hann minn garðSmile. En það var ekki fyrr en þau fluttu í húsið að ég fékk virkilegan keppinaut. Ég vissi samt ca hvenær hann væri búinn að vinna og var þess vegna oft fyrri til að ná sláttuvélinniToungeToungeTounge. Við rifjum þetta oft upp, ossa gamanWink....

Svona var helgin hjá mér, heyrumst elskurnarKissingKissingKissing......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Silla Ísfeld

Já endilega komdu í heimsókn baby, ekki spurning um að skella í bananabrauð þegar þið komið.

Hahahahaa já fólk er nú heldur betur að ýta á mig með þessi karlamál. Ég er svo innilega eeekkert að flýta mér, eins og er kannski löngu orðið ljóst....... Þetta kemur þegar það á að koma, ekki fyrr. Hljóma ég nokkuð eins og biluð plata...... 

Hlakka til að fá þig í bananabrauð baby....

Silla Ísfeld, 30.7.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband